Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

laugardagur, janúar 06, 2007

Gleðilegt árið

Sælir góðir hálsar
Jæja nú er árið liðið og nýtt ár komið. Sé litið yfir farinn veg gerðist nú eiginlega afar lítið á liðnu ári, framan af ári snérist allt um að samræma vinnu og nám, kennslufræði, námsráðgjöf og vinna, allt saman hafðist þetta nú allt og lauk með stórri veislu okkar Hullu um vorið (eins gott fyrir þá að muna eftir því sem mættu!!!)
Tvær giftingar voru á árinu, annarsvegar Magga systir og Agnar og hinsvegar Guðlaugur systursonur og Valdís, ein skírn og nokkur afmæli!!! Eitt afmælið var stærra en önnur og endaði á annan hátt en hin, sælla minninga sem fólust meðal annars í því að eitt afmælisbarnið þurfti sáraumbúðir á handlegg eftir að detta úr bát og fótbrotnaði síðan seinna um kvöldið sem hafði þær afleiðingar að viðkomandi var óvinnufær um tíma
Silvía Nótt komst í eurovision, ótrúlega flott og hefði átt að vinna!!!
Sumarið var sólarlítið en mjög skemmtilegt, mæli með því að vinna á leikskóla á sumrin, ein sumarbústað var farin í sumar og var þá skundað á Austurland og megnið af því skoðað, Sigga vellti bílnum en slapp furðu vel og stofnsetti þrjár félagsmiðstöðvar í kjölfarið.
Rauður minn fór frá mér :-(
Ég var gerð að ömmusystir og má sjá krílið hér http://www.barnaland.is/barn/55645
Júlla flutti heim, Ranní og Brandur fluttu á Súðavík og svo aftur í bæinn, Pálína flutti milli gatna, Gústi í nýja íbúð en ég flutti ekki neitt en rollan mín rúntaði um sveitina.
Ranní útskrifaðist, ég líka og Hulla og Anna fór í skóla.
Inna eignaðist litla stúlku, voða sæt og heitir Eyja
Ég hélt áfram í námsráðgjafarnáminu og hver segir svo að lítið hafi gerst á árinu?

2 Comments:

Blogger tobba said...

Sæl Bryndís mín. Já þetta var ágætis ár.
Er stödd í Bandaríkjunum um þessar mundir. Við sjáumst örugglega seinnipart Janúar, en þangað til; Hafðu það sem allra best!

12:36 f.h.  
Blogger theddag said...

Alltaf gaman að lesa svona annál.

4:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home