Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

mánudagur, september 04, 2006

Frábær helgi að baki...má segja að hún hafi byrjað á fimmtudegi þar sem vinnan fór saman í bíó á myndina hættu að reykja (eða eitthvað svoleiðis), frekar óvanaleg mynd sem að ég verð að játa að mér hefði lítið þótt koma til nema að hún varð bara skemmtileg út af skemmtilegum félagsskap ;-)...gleðin hélt síðan áfram á föstudaginn en þá var partý í vinnunni og það var nú ekkert smá þrusupartý enda konan að vinna með alveg frábæru liði..Þið eruð öll æðisleg!!! og ég skil ekki hvernig svona skemmtilegt lið getur verið að vinna allt á sama vinnustaðnum..pæling!..á laugardaginn komu síðan anna, mamma og krakkarnir í bæinn og líka sigga, ómar og silvía frá breiðdalsvíkinni..þannig að við halldóra margrét fórum í húsdýragarðinn að deginum þannig að anna og mamma gátu vafrað um smáralind og hamstrað þar allar lystisemdir á meðan, þrælgaman í garðinum enda veðrið alveg frábært, um kvöldið fóru anna og co aftur vestur en við sigga og co skunduðum heim til hullu og co þar sem setið var yfir pitsu og fleiru frameftir kvöldi, á sunnudaginn náði ég merkum áfanga en það var að klífa esjuna, það tók dálítið í en var bara gaman, ég fór reyndar ekki alveg upp, lét duga að fara alveg upp að keðjunni sem er notuð til að hjálpa sér upp, fer alveg upp í næstu ferð enda skófatnaðurinn ekki upp á marga fiska eins og er...vill einhver rölta með mér þá?

2 Comments:

Blogger tobba said...

Jæja, er ekki kominn tími á nýja færslu?

11:43 f.h.  
Blogger Juliana said...

Hahahaha, það er sko ekki bara ég sem er trassi við að blogga.
Hvað á að gera næsta þriðjudag?

3:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home