miðvikudagur til mæðu?
Jæja þá er ég búin að fara á kynningarfund með náms-og starfsráðgjöfinni og verð nú eiginlega að játa að ég veit ekki hvort mig hlakkar til eða ekki að fara aftur að læra...búin að hafa það svo asskoti huggulegt að gera ekki neitt annað en að vinna í 3 mánuði og nota bene bara í einni vinnu en ekki að leysa af hér og þar á söfnum eða annarsstaðar...ég á eftir 22 einingar til að fá starfsréttindi sem námsráðgjafi en síðan eru 30 einingar í viðbót við það til að klára masterinn...annars er nú frekar lítið að frétta nema að núna er stefnan að hrista í sig kjark til að fara á námskeið í hreyfingu sem að heitir herinn og er nokkurn veginn það sama boot camp, og spurningin er mun ég deyja í tímanum eða ekki...gæti hugsanlega bara orðið veðmál meðal þeirra sem vilja ;)...
2 Comments:
Ég myndi bíða með boot campið, amk fyrir sjálfa mig
uss, ég hef fulla trú á þér, drífðu þig í þetta.
Lísabet
Skrifa ummæli
<< Home