Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

laugardagur, júlí 29, 2006

sumarið er að verða búið!!!

Ákvað að blogga í snatri þar sem edda er farin að rífa hár sitt yfir bloggleysi mínu...ekki gott að missa hárið á unga aldri... þessi færsla verður þó gerð á hlaupum því að ég er að passa börn systur minnar og bjarni þormar sem er 7 mánaða er iðinn við að rústa herbergi 2 ára systur sinnar sem lætur slíkt nú ekki viðgangast. Annars er lítið að frétta..sumrinu er ég búin að eyða að mestu leyti í vinnunni og í hreyfingu og fyrir vestan um helgar.. það er alveg ólíkt að vinna á leikskóla á sumrin eða lokuð inni á skrifstofu fyrir framan tölvu.. ég verð að játa að ég kýs frekar leikskólann, gott að geta verið úti og ekki er það verra að það er frábært fólk sem ég er að vinna með..myndi ekki skipta þótt mér væri boðið það..reyndar var mér boðið framtíðarstarf hér fyrir vestan en ég get ekki þegið það eins og stendur þar sem ég ætla að klára námið og halda áfram að vinna á leikskólanum með...fórum út í viðey í gær með börnin á leikskólanum og það var nú bara frekar gaman..í dag ætla ég hinsvegar að skella mér í grundarfjörð þar sem þar er á góðri stund og kíkja síðan á bryggjuballið í kvöld, annars er það kannski helst að frétta að ranní og brandur eru að flytja burt af skaganum. þau eru að fara til súðavíkur þar sem ranní er að fara að kenna í grunnskólanum og brandur fer á sjóinn, þótt að þetta sé gaman fyrir þau þá ætla ég að vera svo frek að vona að þau verði samt ekki alltof lengi þarna og komi fljótlega aftur þar sem verður styttra að kíkja til þeirra. í vikunni fer ég í sumarbústað og hitti siggu, ómar og silvíu fyrir austan og næsta færsla verður væntanlega um það ferðalag en júlla mín elsku hjartans dúlla...til hamingju með afmælið

2 Comments:

Blogger theddag said...

Ó þakka þér fyrir, það er gott að við að einhver hugsar svona vel um mig :) Hafðu það rosalega gott í sumarfríinu, ég get allavega sagt að mig langar ekki til að fara að vinna aftur.

1:34 e.h.  
Blogger theddag said...

Ég ætlaði líka að segja að það þarf að gera eitthvað við bloggið þitt ... það á ekki að vera svona neðarlega. Hmmm....held að Guðrún væri snilli í að laga svona.

1:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home