sæl verið þið...hef ekki bloggað lengi núna og tími kominn til að gera eitthvað í því núna.
Ég er búin að vera viku fyrir vestan í sauðburði hjá möggu frænku..það var nú ekki mikið að gera verð ég að segja því að það var eins og rollurnar væru með tappa í æðri endanum og ekkert lamb kom út og það báru ekki nema ca. 3 á sólarhring þannig að þetta var orðið frekar leiðigjarnt..miklu betra þegar þetta gengur með hraða fyrir sig...en í staðinn gat ég verið meira með önnu systur og co. sem var bara nokkuð skemmtilegt enda anna einn af mínum betri helmingum ef svo má segja.
Ég var að koma úr útskriftarferð með leikskólanum og við fórum suður með sjó að Flankastöðum sem eru rétt við jaðar sandgerðis..þar vorum við heilan dag í rigningu og smá golu (að íslenskum mælikvarða), börnin urðu strax rennandi blaut og vildu bara vera inni en ég plataði þó 4 stelpur til að rölta með mér inn í sandgerði þar sem við heimsóttum gústa frænda minn en það var bara nokkuð stuð...annars er bara allt gott að frétta nema að það er tómlegt að hafa ekki lísu í vinnunni..vonandi gengur þér vel lísa mín að grafa upp leifar þræla og fornmanna!!!
Og stóru fréttirnar eru þær að Júlla kemur frá kaliforníu á morgun þar sem hún er búin að vera í vetur að þjóðfræðingast..
annars nóg í bili
heido
Ég er búin að vera viku fyrir vestan í sauðburði hjá möggu frænku..það var nú ekki mikið að gera verð ég að segja því að það var eins og rollurnar væru með tappa í æðri endanum og ekkert lamb kom út og það báru ekki nema ca. 3 á sólarhring þannig að þetta var orðið frekar leiðigjarnt..miklu betra þegar þetta gengur með hraða fyrir sig...en í staðinn gat ég verið meira með önnu systur og co. sem var bara nokkuð skemmtilegt enda anna einn af mínum betri helmingum ef svo má segja.
Ég var að koma úr útskriftarferð með leikskólanum og við fórum suður með sjó að Flankastöðum sem eru rétt við jaðar sandgerðis..þar vorum við heilan dag í rigningu og smá golu (að íslenskum mælikvarða), börnin urðu strax rennandi blaut og vildu bara vera inni en ég plataði þó 4 stelpur til að rölta með mér inn í sandgerði þar sem við heimsóttum gústa frænda minn en það var bara nokkuð stuð...annars er bara allt gott að frétta nema að það er tómlegt að hafa ekki lísu í vinnunni..vonandi gengur þér vel lísa mín að grafa upp leifar þræla og fornmanna!!!
Og stóru fréttirnar eru þær að Júlla kemur frá kaliforníu á morgun þar sem hún er búin að vera í vetur að þjóðfræðingast..
annars nóg í bili
heido
2 Comments:
Takk fyrir síðast:)
Búin að vera að skoða þetta hjá þér, templateið og þannig en ég sé ekkert pikkles ... varstu eitthvað að fikta?;)
hæ hæ, ég skil það vel að það sé tómlegt án mín, nei bara djók. En það var gaman að kíkja aðeins við þrátt fyrir að vera með bullandi samviskubit að komast ekki norður. Hafðu það nú gott á leikskólanum og ekki gera neitt skemmtilegt fyrr en ég er komin aftur :)
Kveðja
Lísabet
Skrifa ummæli
<< Home