Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Ég var klukkuð!!

Ég var klukkuð og verð því að gefa upp nokkrar staðreyndir um sjálfan mig:

4 störf sem að ég hef unnið um ævina?
Við landbúnað, í rækjuverksmiðju, í bakaríi, á safni, á árnastofnun, í skelfiski, við sagnagrunninn, á leikskóla, á hóteli, á myndbandaleigu og sjoppu, við prófarkalestur..get bara ekki hætt að telja upp!!!

4 kvikmyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Zorro, true lies, bridget jones, scorpion king og margt fleira..á fullt af myndum!!!

4 staðir sem ég hef búið á:
Hrísar, Reykjahlíð, Reykjavík (hraunberg, gamli garður og skerjagarður), Hafnarfjörður, Akranes og Stykkishólmur (vallarflöt, skúlagata, hafnagata, skólastígur og silfurgata)...get ekki skilið neinn stað útundan en geri aðrir betur!!!!

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Beðmál í borginni, vinir, aðþrengdar eiginkonur, oc, survivor..allt frábærir þættir og þegar þessir þættir eru þá er helgistund hjá mér og bannað hringja eða koma í heimsókn!!! annars get ég talið upp miklu fleiri þætti en þessir teljast til helgistunda..

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi:
Á Íslandi: Ísafjörður, patró, bíldudalur, tálknafjörður, hólmavík, bolungarvík, suðureyri, drangsnes..nenni ekki að telja meira..hef ferðast um allt landið á þó eftir grímsey, þórshöfn, kópasker, raufarhöfn og vopnafjörð + allt hálendið

Í útlöndum: Ítalía, þýskaland, austurríki, tekkóslóvakía, feneyjar, noregur og írland.

4 síður á netinu sem ég heimsæki daglega:
Fer alls ekki daglega á netið..en þegar ég fer þá er það..háskólasíðan, stykkishólmspósturinn, mbl.is og bloggsíður

4 matarkyns sem ég held uppá:
Svínakjöt og aftur svínakjöt..allt annað hefur bara næringargildi

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Stykkishólmur, skítug í fjárhúsum, í göngutúr einhversstaðar upp í sveit, á ferðalagi úti á landi eða erlendis

4 aðilar sem ég klukka:
Hulla, Júlla, Pálína og Tobba

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home