Brjálað að starfa
Sæl öll sömul..það er búið að vera mikið að gera undanfarið, á þremur dögum fór ég í 1 skírn og 2 giftingar og get ég ekki annað sagt en það sé búið að borða kvóta næstu daga..annars er allt gott að frétta, bara verið að vinna í vinnunni og síðan verið að leggja lokahönd á öll verkefnin sem eiga að skilast núna á næstu dögum, framundan er síðan prófalestur sem lýkur þann 9 mai næstkomandi...núna bíð ég bara eftir að vita hvort ég fæ sumarbústað í sumar en það kemur á næstu dögum...var að ákveða í dag að reyna að komast til skotlands næsta vor þannig að núna er bara að fara að safna. Þetta er vinnuferð þannig að endilega sækið um á leikskólanum hjá mér sem fyrst svo þið komist með..stefnt er að því að fara eftir próf næsta vor..þannig að það verður líklega engin útskriftarveisla það vorið...en þangað til næst..hafið það sem best
heido
heido
2 Comments:
Ég vildi bara segja gleðilegt sumar þótt að seint sé. Það fór bara alveg framhjá mér að það væri sumardagurinn fyrsti enda búin að vera í sumri í allan vetur.
Gangi þér vel gamla mín
Skrifa ummæli
<< Home