Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

föstudagur, apríl 28, 2006

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag!

Hreinskilnasta persóna í heimi á afmæli í dag..fyrir þá sem ekki þekkja til þá er það hún vinkona mín sem að ég hitti fyrst í menntaskóla fyrir hmmm.... alltof mörgum árum síðan...hún Ranný...frá því hittumst hefur margt breyst enda daman 30 ára í dag, gift tveggja barna móðir að klára ba-ritgerð í haust..til hamingju með daginn Ranný mín, love you!!! yngri dóttir hennar á líka afmæli á morgun og verður þá eins árs, sætar mæðgur á flottum degi!!! Eins og flestir vita er ég komin með msn og þótti þá vera frekar ánægð með mér fyrir tæknina en ég er núna búin að játa það að ég get bara ekki haldið í framfarirnar því að núna eru Sólveig, Lísa, Guðrún og Pálína komnar með myspace, þær hafa nú verið ´duglegar að útskýra þetta fyrirbæri fyrir mér en ég fatta það kannski á næsta ári hvernig þetta virkar allt saman...segir konan sem er ekki enn komin með debitkort!!!

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Brjálað að starfa

Sæl öll sömul..það er búið að vera mikið að gera undanfarið, á þremur dögum fór ég í 1 skírn og 2 giftingar og get ég ekki annað sagt en það sé búið að borða kvóta næstu daga..annars er allt gott að frétta, bara verið að vinna í vinnunni og síðan verið að leggja lokahönd á öll verkefnin sem eiga að skilast núna á næstu dögum, framundan er síðan prófalestur sem lýkur þann 9 mai næstkomandi...núna bíð ég bara eftir að vita hvort ég fæ sumarbústað í sumar en það kemur á næstu dögum...var að ákveða í dag að reyna að komast til skotlands næsta vor þannig að núna er bara að fara að safna. Þetta er vinnuferð þannig að endilega sækið um á leikskólanum hjá mér sem fyrst svo þið komist með..stefnt er að því að fara eftir próf næsta vor..þannig að það verður líklega engin útskriftarveisla það vorið...en þangað til næst..hafið það sem best
heido

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Páskafrí

Heil og sæl.
Nú er komið langþráð páskafrí!!! Var að klára að vinna, var að klára ræktina og er senn að klára Reykjavík líka..stefnan er tekin vestur þar sem hægt verður að dunda sér eitthvað skemmtilegt, kannski að toga í nokkra dindla á nýfæddum lömbum ;) en kindurnar í sveitinni eru farnar að skipta sér! Ég er þó ekki enn komin í páskafrí í skólanum þar sem ég á eftir að mæta í allavega einn tíma eftir páska og skila þremur verkefnum og taka eitt próf. Verð búin 9 mai og þá verður bara farið að vinna svona til tilbreytingar..+ að fara í sauðburð eina viku í mai...en þangað til næst gleðilega páska allir nær og fjær!!!
heido

laugardagur, apríl 08, 2006

Halló halló. Ég heiti Edda og er að fikta í síðunni hennar Bryndísar. Eins og sjá má þá vorum við að setja inn fleiri linka. Einnig vil ég tilkynna að þessi kona, sem kemur úr fornöld, hefur loksins látið til leiðast og gefist upp á frekjunni í mér og er því komin með msn. Klöppum kellu á bakið og öddum henni inn hjá okkur (þar sem hún er enn að læra að adda sjálf - hún veit ekki hvað adda þýðir). Msn-ið er brillabrok@hotmail.com

Kveðja úr Grafarholtinu,
Edda bredda brjálaða sem er líka með msn, theddag@hotmail.com

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Ég var klukkuð!!

Ég var klukkuð og verð því að gefa upp nokkrar staðreyndir um sjálfan mig:

4 störf sem að ég hef unnið um ævina?
Við landbúnað, í rækjuverksmiðju, í bakaríi, á safni, á árnastofnun, í skelfiski, við sagnagrunninn, á leikskóla, á hóteli, á myndbandaleigu og sjoppu, við prófarkalestur..get bara ekki hætt að telja upp!!!

4 kvikmyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Zorro, true lies, bridget jones, scorpion king og margt fleira..á fullt af myndum!!!

4 staðir sem ég hef búið á:
Hrísar, Reykjahlíð, Reykjavík (hraunberg, gamli garður og skerjagarður), Hafnarfjörður, Akranes og Stykkishólmur (vallarflöt, skúlagata, hafnagata, skólastígur og silfurgata)...get ekki skilið neinn stað útundan en geri aðrir betur!!!!

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Beðmál í borginni, vinir, aðþrengdar eiginkonur, oc, survivor..allt frábærir þættir og þegar þessir þættir eru þá er helgistund hjá mér og bannað hringja eða koma í heimsókn!!! annars get ég talið upp miklu fleiri þætti en þessir teljast til helgistunda..

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi:
Á Íslandi: Ísafjörður, patró, bíldudalur, tálknafjörður, hólmavík, bolungarvík, suðureyri, drangsnes..nenni ekki að telja meira..hef ferðast um allt landið á þó eftir grímsey, þórshöfn, kópasker, raufarhöfn og vopnafjörð + allt hálendið

Í útlöndum: Ítalía, þýskaland, austurríki, tekkóslóvakía, feneyjar, noregur og írland.

4 síður á netinu sem ég heimsæki daglega:
Fer alls ekki daglega á netið..en þegar ég fer þá er það..háskólasíðan, stykkishólmspósturinn, mbl.is og bloggsíður

4 matarkyns sem ég held uppá:
Svínakjöt og aftur svínakjöt..allt annað hefur bara næringargildi

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Stykkishólmur, skítug í fjárhúsum, í göngutúr einhversstaðar upp í sveit, á ferðalagi úti á landi eða erlendis

4 aðilar sem ég klukka:
Hulla, Júlla, Pálína og Tobba