Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag!
Hreinskilnasta persóna í heimi á afmæli í dag..fyrir þá sem ekki þekkja til þá er það hún vinkona mín sem að ég hitti fyrst í menntaskóla fyrir hmmm.... alltof mörgum árum síðan...hún Ranný...frá því hittumst hefur margt breyst enda daman 30 ára í dag, gift tveggja barna móðir að klára ba-ritgerð í haust..til hamingju með daginn Ranný mín, love you!!! yngri dóttir hennar á líka afmæli á morgun og verður þá eins árs, sætar mæðgur á flottum degi!!! Eins og flestir vita er ég komin með msn og þótti þá vera frekar ánægð með mér fyrir tæknina en ég er núna búin að játa það að ég get bara ekki haldið í framfarirnar því að núna eru Sólveig, Lísa, Guðrún og Pálína komnar með myspace, þær hafa nú verið ´duglegar að útskýra þetta fyrirbæri fyrir mér en ég fatta það kannski á næsta ári hvernig þetta virkar allt saman...segir konan sem er ekki enn komin með debitkort!!!