Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

fimmtudagur, mars 30, 2006

Ég var að gera verkefni um daginn sem er nú kannski ekki í frásögur færandi í allri þessari verkefnasúpu sem að er í þessu námi nema að það fólst í því að taka heimasíður skóla og rífa þær í sig..á sanngjarnan hátt...nema að ég valdi Kvennó og tætti hana í mig á mjög, afar kurteislegan hátt..þeir sem þekkja til vita að kvennó er fremur gamall skóli sem að heldur í hefðir og var heimasíðan algjörlega endurspeglun á þeim viðmiðum skólans og ég sagði það á kurteislegan hátt..að mér fannst..enda átti að senda verkefnið á skólana..nema hvað..áðan fór ég á síðuna og hún hefur hreinlega tekið stakkaskiptum og er orðin nútímaleg í alla staði..mér er því spurn getur verkefni haft þessi áhrif??

föstudagur, mars 17, 2006

Sæl verið þið.. verð að blogga í dag því að dagurinn í dag er dagurinn þar sem fólk minnist Ögmundar Helgasonar en verið er að jarðsetja hann í dag...Frábær maður sem að gott var að gera ritgerðir hjá, spjalla við og fræðast um gamlar vísur, sögur og allt annað sem að snéri að þjóðháttum til sveita og fleira sem að snéri ekki að því...því eins og flestir vita hafði hann einstaklega gaman af því að tala um eitthvað annað en námsefnið..sem flestum þótti nú bara skemmtilegt..ég tileinka því þessum degi minningu hans!!

miðvikudagur, mars 15, 2006

Long time no see!

Sæl verið þið..ég fór inn á bloggsíðuna mína og sá mér til skammar og vanvirðingar hvað það er langt síðan ég hef bloggað..en ég er enn á lífi...prófið í námsskrárgerð að baki og Júlla varð sannspá..ég er frábær námsskrárgerðarmaður því að ég hafði 9,5 á prófinu..en próf segja alls ekki allt!! um vitneskju manneskjunnar heldur einfaldlega hvað viðkomandi er góður í utanbókarlærdómi, og tel ég mig vera nokkuð sleipa á þeim sviðum..látum liggja á milli hluta um skilninginn...annars er allt ágætt að frétta.. við Edda erum komnar í rokna átak í Hreyfingu og núna verður öllum limum skakað eins og best má ;-) og hvernig lýst ykkur brókum á þau fyrirheit að eftir 7 kíló verður farið í brókarsamsetu í sumarbústað um eina helgi?? Frábær fyrirheit eða ekki? En nóg í bili
sjáumst!!!