Tækni
Ég held að tæknin sé að fara fram úr mér, núna sit ég við tölvuna og skrifa þetta blogg og hvað haldið þið að ég sé að gera á meðan, Jú..datta damm, ég er að hlusta á fyrirlestur um fjarnám og dreifnám frá kennaranum mínum sem er staddur í Háskólanum í Reykjavík, fékk nýjan kennara í upplýsingatækninni um áramótin og hún les inn á hljóðglærur sem við þurfum að hlusta á, einstaklega áhugavert eða þannig. Annars sé ég fram á það að þessi önn á eftir að verða brjáluð varðandi verkefnavinnu, jáhú, hinsvegar eru aðalfréttirnar þær að gömlu hjónin, foreldrar mínir, eru að fara í mánuð á kanarí, ég væri nú bara til í það að fara með þeim.....best að láta sig dreyma....
1 Comments:
Kannski við förum einhvern tímann.
Skrifa ummæli
<< Home