Gleðilegt árið!!
Heil og sæl öll sömul og ég vona að árið hafi heilsað ykkur með gleðibrag eða þá einhverjum brag hafi gleðin ekki verið fyrir hendi..það er víst alltaf siður að líta yfir farinn veg við tímamót og því við hæfi að gera það snöggvast! Janúar=nýtt ár heilsaði með brjáluðum snjó og vitlausu veðri sem að þýddi það að ég þurfti að moka hann rauð upp í 3 klukkutíma að meðtöldum vegi fyrir hann til að komast út á veg. Moksturinn tók á og á eflaust eftir að verða mér mjög minnistæður um komandi tíð en ég naut þó dyggar aðstoðar Guðrúnar frænku og seinna meir Önnu systur og pabba gamla sem að ég skammaði þó í botn fyrir vikið þar sem hann ruddi öllu fyrir aftur með traktornum. Reyndar voru skaflar líka inni í rauð þar sem vélarhlífin var full af snjó enda var þetta veður í lagi. Þegar ég kom í bæinn tók við vinna og skóli sem að fólst í brjálaðir verkefnavinnu út allann janúar. Bjössi fændi varð 3 þriggja ára og haldin var stór afmælisveisla með frænkum og öllu tilheyrandi. Febrúar var mánuður æfingakennslu með einstakri taugatrekkelsi einkum vegna þess að mynda varð herleigheitin fyrir kennarann þannig að hann gæti fylgst með því hvernig við stæðum okkur. Öskudagur var líka í þessum mánuði og þá var ég frú rúsla og fór þannig í háskólann og þótti mörgum það mikið til eftirtektar (skrýtið lið). Í mars fór ég meðal annars á árshátíð með kennurum Kvennaskólans og Aleksöndru og skemmtum við okkur hið besta uppi í skiðaskála. í þessum mánuði var ég mikið fyrir vestan að pakka niður dótinu mínu því að fyrir séð var að mamma og pabbi myndu selja jörðina og að eini tíminn sem að ég hefði til að flytja allt mitt hafurtask var í páskafríinu þannig að það frí fór í að keyra á rauð allt dótið til Reykjavíkur þar sem það rúmaðist á einhvern hátt ágætlega í minni litlu íbúð. í apríl átti ég afmæli og varð 31 árs gömul (jahérna) og embla varð 2 ára. Apríl mánuður var brjálaður mánuður í skólanum því að allt var á endasprettinum til að ljúka verkefnum. í þessum mánuði tók ég einnig kindurnar mínar og anna systir líka og við fluttum með þær búflutningum, anna með sínar í hólminn en ég með mínar að næsta bæ.´i endamánaðrins fæddist anita sif þannig að embla var búin að fá systur og rannveig og brandur´aðra dóttur. mai kláraði ég prófin og vann hálfan mánuð á leikskólanum en fór þá í sumarfrí. mai eyddi ég síðan við sauðburð hjá kindunum mínum hjá frænku minni. þennan mánuð fæddist Gerður Rós og fékk þá Ármann Þór systur en Dísa og Óli eignuðust dóttur. Í Júní byrjaði ég að vinna á Árnastofnun og fannst það mjög gaman. ég var þennan mánuð ýmist í bænum að vinna eða fyrir vestan að reka út úr túninu eða að gera eitthvað annað. Það sama var úpp á teningunum í júlí en þá fór ég líka í ferðalag með stelpunum til hennar Júllu. í ágúst var ég ´búin að vinna af mér vinnuna á árnastofnun þannig að ég var fyrir vestan í hálfnan mánuð að passa Halldóru Margréti og það var æðistlegt. ég fór einnig í ferðalag með henni og foreldrum hennar um vestfirði. í ágúst vann ég líka aðeins á safninu heima en fór síðan í seinnipart ágúst suður til að vinna á leikskólanum, sumarfríið þar var búið. September var síðan mánuður gangna og skóla þannig að ég reyndi að samræma vinnuna við þetta allt saman eins og best lét. í október var brjálað að gera í skólanum og anna systir kom líka suður til að fæða barn þannig að ég var komin á fæðingarvaktina til að taka Halldóru þegar að því yrði. Bjarni Þormar fæddist þó ekki fyrr en í nóvember og lét því bíða eftir sér guttinn sá en nóvember fór í að klára sem flest verkefni í skólanum á engum tíma. Desember var síðan prófamánuðurinn mikli en hann endaði síðan á miklum flugeldum á gamlárskvöld
lifið heil
lifið heil
1 Comments:
Halló gleymdir stóra partýinu hjá mér í nóvember!
Skrifa ummæli
<< Home