Endahnúturinn
Nú er verið að binda endahnútinn á öll verkefni því að síðasti kennsludagur er á miðvikudaginn!! Ég tel mig reyndar vera búna að því að mestu leyti en þó er eitthvað fínerí eftir..síðan tekur bara við stanslaus próflestur þar til 20 des..þess vegna tók ég mig til og skrifaði öll jólakortin og er búin að kaupa alla pakkanna nema þrjá og pakka þeim inn..þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því í próflestrinum..Hinsvegar hef ég ekkert farið heim síðan í október og ég verð að játa að mig er nú farið að langa mikið í sveitina en þangað til verð ég að láta mér nægja að horfa bara á þessa vefsíðu af bænum...þangað til næst
heido
heido
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home