Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

mánudagur, nóvember 28, 2005

búskapur

Kindin mín er komin í leitirnar!! Það er venjulega ekki í frásögur færandi þótt að það vanti kindur sem að híma uppi á fjöllum en mín var þó ekki þar heldur var hún í góðu yfirlæti, feit og pattaraleg í fjárhúsum í sveitinni og þar hafði hún hlotið þennan fína eyrnalokk í eyrað sem að verður fljótlega tekinn úr henni þar sem mínar kindur eiga ekki að vera merktar á þennan hátt, greinilegt er að það er ekki orðið nóg nú til dags að marka kindurnar, fólk er hætt að horfa á markið og setur bara sitt merki í það, fussumsvei og hver var svo að tala um að sauðaruglingur væri liðin tíð? (það er jú, vel hægt að ruglast á kindum, eru þær ekki allar eins? þessi spurning er ekki fyrir bændur!!!!).

3 Comments:

Blogger Juliana said...

Nei, sumir eru sko fjárglöggari en aðrir, til að mynda þekkti móðir mín kindur sínar allar á andlitsfallinu einu saman meðan hún var búandi bóndi. Held hún hafi meira að segja þekkt þær eftir að þær voru orðnar svið....En þetta er víst nokkurskonar sauðaþjóðfnaður eins og í gamla daga?

10:53 f.h.  
Blogger Brilla said...

Rétt hjá þér Júlla, Það er reyndar málið þetta með þjófnaðinn en verður maður ekki að vera pent allavega svona á blogginu og kalla þetta rugling? Pabbi er svona eins og mamma þín og frekar leiðinlegt að borða jólamatinn því að þá er hann að spá í hvort að þetta sé grána eða kolla

4:50 e.h.  
Blogger theddag said...

Ég þekkti nú oft rollurnar okkar í réttunum á svipnum ;) Mínar þekkti ég sérstaklega, sérstaklega þessar eldri. En í minni sveit er alltaf sett merki í eyrun líka.

7:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home