Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

mánudagur, nóvember 28, 2005

búskapur

Kindin mín er komin í leitirnar!! Það er venjulega ekki í frásögur færandi þótt að það vanti kindur sem að híma uppi á fjöllum en mín var þó ekki þar heldur var hún í góðu yfirlæti, feit og pattaraleg í fjárhúsum í sveitinni og þar hafði hún hlotið þennan fína eyrnalokk í eyrað sem að verður fljótlega tekinn úr henni þar sem mínar kindur eiga ekki að vera merktar á þennan hátt, greinilegt er að það er ekki orðið nóg nú til dags að marka kindurnar, fólk er hætt að horfa á markið og setur bara sitt merki í það, fussumsvei og hver var svo að tala um að sauðaruglingur væri liðin tíð? (það er jú, vel hægt að ruglast á kindum, eru þær ekki allar eins? þessi spurning er ekki fyrir bændur!!!!).

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Endahnúturinn

Nú er verið að binda endahnútinn á öll verkefni því að síðasti kennsludagur er á miðvikudaginn!! Ég tel mig reyndar vera búna að því að mestu leyti en þó er eitthvað fínerí eftir..síðan tekur bara við stanslaus próflestur þar til 20 des..þess vegna tók ég mig til og skrifaði öll jólakortin og er búin að kaupa alla pakkanna nema þrjá og pakka þeim inn..þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því í próflestrinum..Hinsvegar hef ég ekkert farið heim síðan í október og ég verð að játa að mig er nú farið að langa mikið í sveitina en þangað til verð ég að láta mér nægja að horfa bara á þessa vefsíðu af bænum...þangað til næst
heido

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Sunnudagur til sigurs!

Er mætt upp í skóla til að fara að samræma glærur þar sem ég á að fara að halda fyrirlestur á morgun..skemmtilegt...var í þrusupartý í gærkvöldi þar sem dansaðir voru villtir dansar meðal annars við Ruslönu og ég verð að segja að það var nú hefý gaman...málið er að hún Hulla mín var þrítug..Til hamingju stelpa!!!

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

skondið!

Nokkrar þýðingar á íslenskum málvenjum:

The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
I come completely from the mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minngarð.
Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
On with the butter!!! = Áfram með smjörið!

Er aldurinn farinn að segja til sín?

Sælt verið fólkið...eruð þið farin að eldast? Rennið yfir þennan lista og kannið það hvort eitthvað á við ykkur...

1. Pottaplönturnar þínar eru á lífi og þú getur ekki reykt eina einustu.
2. Þú gefur þér tíma til þess að taka af þér úrið áður en þú ferð að stunda kynlíf.
3. Þú geymir meiri mat en bjór í ísskápnum.
4. Klukkan 6 að morgni er fótaferðatími en ekki háttatími.
5. Þú heyrir uppáhaldslagið þitt í matvörudeildinni í Hagkaupum.
6. Þú fylgist með veðurfregnum.
7. Vinir þínir giftast og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman.
8. Sumarfríið þitt styttist úr þrem mánuðum í þrjár vikur.
9. Bolur og gallabuxur eru ekki lengur spariklæðnaður.
10. Það ert þú sem hringir á lögregluna og kvartar yfir hávaða í nágrönnunum
11. Eldri ættingjar hætta að segja kynlífsbrandara nálægt þér.
12. Þú hefur ekki hugmynd um hvenær pizzustaðir loka á nóttunni.
13. Bílatryggingarnar lækka en afborganir af bílaláni hækka.
14. Þú ert farin að borða salöt sem aðalrétt
15. Þú færð bakverk ef þú sefur í sófanum
16. Þú vaknar kl 9 á sunnudögum af því það er svo hressandi
17. Út að borða og bíó er að fara út að skemmta sér en ekki bara byrjun á góðu kvöldi.
18. Þú verður slæmur í maganum, ekki saddur/södd ef þú færð þér heila pizzu kl 3 að nóttu.
19. Þú ferð í apótekið til þess að fá þér íbúfen,ekki til þess að kaupa smokka eða þungunarpróf.
20. Vín undir níuhundruð kalli eru ekki lengur ágætiskaup
21. Þú borðar morgunverð á morgunverðartíma
22. "Ég get ekki drukkið eins og ég er vanur" kemur í staðinn fyrir"ég ætla aldrei að drekka aftur svona mikið"
23. 90% af tíma þínum framan við tölvuna fer í raunverulega vinnu.
24. Þú drekkur ekki lengur heima til þess að spara pening áður en þú ferð á bari.
25. Þú lest allan þennan lista og leitar í örvæntingu að einhverju sem á ekki við þig.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

sæl verið þið!!

Brjálað að gera eins og alltaf..en ég ætla þó að benda þeim sem vilja sjá nýjasta frændann sem að kom í heiminn þann 1. nóvember síðastliðinn að hægt er að sjá myndir af honum á síðunni hennar Önnu Margrétar. Anna Margrét er dóttir Palla og þar með stjúpdóttir Önnu systir (ef einhver er ekki með á nótunum).
Kveðja
Bryndís

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Minningargreinar geta verið skemmtilegar

Hafið þið ekki stundum fest í því að lesa minningargreinar? sérstaklega ef það er ungt fólk sem að hefur dáið..mér hættir til að vilja grafast fyrir um ástæðuna...en minningargreinar geta líka verið dálítið skemmtilegar..´Hér koma nokkrar setningar úr minningargreinum;

...en dauðinn sigraði fyrr en vonir stóðu til

..... oft var beðið eftir því að Mundi væri allur, en hversu oft hann reisupp frá dauðum var óskiljanlegt

.....Smári var vandaður maður sem gott var að drekka með kaffi, því hann var hafinn yfir það smáa. Þú gekkst inn í nýjan heim og fékkst þér sæti viðborð. Smári var andstæðan sjálf, félagsvera en gekk þó aldrei í neitt félag

.... bréf barst að heiman: Baddi var dáinn. Það hlýtur að hafa verið gott að vera kind í fjárhúsunum hans Badda frænda

.... Drottinn minn, gefðu dánum ró og hinum líkin sem lifa

..... Jafnvel dauðann, sem alla leggur, sigraði hún á sinn hátt með bros á vör

......Við andlát Gunnu minnist ég þess hlýja kærleika, áhuga og alúðar semhún sýndi mér sem barni, sérstaklega þegar ég komst á unglingsár og þegar égvarð fullorðinn

..... Enda lét hún ekki deigan síga, fyrr en í rauðann dauðann

..... Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Þessi orð koma mér í hug er ég minnist afa. Hann var á 93. aldursári þegar hann lést

.... Ég bið þann, sem lífið gaf að hugga, styrkja og bæta aðstandendum skaðann

.....En jólaboðin hjá Betu breyttust gegnum árin. Börnin gengu út hvert af öðru

....Sigríður lést þennan dag klukkan 4. Hún hafði ætlað að eyða deginum í annað

.... Hann skrapp úr vinnu til að fara í þrekprófun í Hjartavernd, en kom þaðan liðið lík

.....Bryndís giftist ekki og eignaðist ekki börn í venjulegum skilningi þess orðs

.....Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kvenfélag

.....Á þessum fjölbreytta lífsferli kynntist Bjarni mörgum mönnum af ýmsu þjóðerni. Þar á meðal Indíánum og Kínverjum. Hann lærði tungumál þeirra að meira eða minna leyti., einkum þó ensku og Norðurlandamálin

.....Gönguferðin þeirra varð styttri en menn vonuðu. Banvænn sjúkdómur beið hennar bak við stein og sló hana fljótt til jarðar

....hann var sannur Íslendingur og dó á 17. júní

..... enda þótt María væri þá hálfslæm í fæti, lék hún við hvern sinn fingur

....Í dag kveðjum við kæran samstarfsmann og félaga. Hann tók sér tveggjadaga frí til að kveðja þennan heim.