Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Tæknivæðing

Þessi litla saga segir mjög mikið og fær mann til að hugsa um hvað tæknivæðingin hefur verið hröð. Heimildarmaður er fæddur árið 1884

Sagt frá framfarahug í sveitinni. Sumir voru fyrir framfarir en aðrir ekki. Árið 1903 unnu bræður það afrek í Ameríku að fljúga nokkur hundruð metra í flugvél. Fréttin um þetta kom í blöðum hingað til lands. Eitt sinn fór heimildarmaður til kirkju og í kaffi á eftir messuna. Rætt var um þessa frétt þar og sköpuðust fjörugar umræður um þetta. Sumir töldu engar líkur á því að mönnum tækist nokkurn tímann að fljúga að nokkru gagni. Einn var þó bjartsýnn á þetta og hann taldi að hægt væri að fljúga yfir á ef annar bakkinn væri hærri en hinn. Presturinn tók engan þátt í þessari umræðu. Heimildarmaður taldi að hægt væri að fljúga á milli landa og spáði hann því að sumir þeirra sem að þarna væru inni ættu eftir að sjá flugvél. Allir nema presturinn töldu heimildarmann vera vitlausan.

Hvað verður búið að finna upp eftir 100 ár?
heido

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home