Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Sumarið

Ég var í skelfingu og mikilli angist að uppgötva að sumarið er að verða búið!!! Að mínu mati hefur það reyndar aldrei komið þar sem hér er stanslaus rigning...En ég sé með lítilsháttar hryllingi að skólinn togast nær og nær...Undanfarna tvo mánuði hef ég unnið eins og vitlaus til að geta fengið mér þriggja vikna kærkomið frí í ágúst áður en ég byrja aftur í skólanum. Reyndar fer fríið í að passa litlu tveggja ára frænku mína á meðan systir mín er að vinna. Þrátt fyrir allan hrylling hlakkar mig til að klára kennsluréttindin og byrja í námsráðgjöfinni, held að þetta verði bara skemmtileg og erfið blanda í vetur. Annars er lítið sem að gerist í mínu lífi nema að vinna, sofa, sauma, borða, tala og fara í ræktina. Ég er reyndar orðin húkt á ræktinni og er með bömmer yfir að vera að fara í frí þar í 3 vikur...verð að vera dugleg þegar ég kem til baka!!

heido

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home