Sumarfrí
Í gær var systir mín (sem er mesti fjallgöngugarpur íslandssögunnar) að fræða mig um leyndardóma sumarbústaðarins sem að ég er að fara í og verð viku í. Hann er staðsettur á Vestfjörðum rétt hjá Hnjóti, til að komast þangað þarf ég að fara undir brattan múla sem er víst all skelfilegur (að hennar sögn) en það versta er að til að komast þaðan þarf ég líka að fara þennan múla. Ég sé því fyrir mér að ég muni verða föst þarna í bústaðnum í heila viku því að systir mín sem ég fer með (ekki sú sama) er nokkuð vel ólétt og kærir sig lítið um lífshættur á þessum tímapunkti. Hinsvegar er mágur minn ofurhugi mikill, sællar minningar þegar við spóluðum, takið eftir spóluðum!!, upp Húsavíkurfjall þannig að það er aldrei að vita hvað honum leggst til...ég held að þetta verði mikil tilbreyting þessi ferð.
heido
heido
1 Comments:
Sæl Bryndís
Kristín Einarsd. og Kristín Birna sitja og lesa bloggið þitt - skrifaðu plís eitthvað þjóðfræðilegt slúður sem við getum rannsakað og e.t.v. skrifað um grein - bara á morgun takk
Skrifa ummæli
<< Home