Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

mánudagur, júlí 25, 2005

Sólbruni!!!

Það var þreyttur og sólbrenndur!!! ferðalangur sem að skreið upp í rúm seint í gærkvöldi. En helgin var meiriháttar. Á föstudaginn var haldið á klaustur um 3 leytið og stoppað í Hveragerði og þar étinn hamborgari. Þaðan lá leiðin á Hvolsvöll þar sem áð var í sjoppunni. Teygt var úr sér í Vík og að lokum komið að Klaustri þar sem slegnar voru upp tjaldbúðir á túni leggjamjós bónda. Farið var síðan á systrakaffi, með viðkomu og innliti á öllum veitingastöðum bæjarins, dansað, spjallað og farið í leiki um kvöldið. Sumir veltu sér upp úr heyi og höfðu gaman af. Um kvöldið var kíkt á barinn og tjaldbúar gengu síðan til náða á mismunandi tímum sólarhringsins. Morguninn heilsaði okkur síðan með þungbúnu veðri, fuglasöng!! og þynnkan hafði heimsótt einhverja. Dagurinn var tekinn rólega, farið í sund og ýmsa leiki og slappað af. Við fórum í gönguferð upp á fjall sem var alveg nauðsynleg til að liðka alla stirða liði. Um kvöldið var grillað kjöt og Hulla, Finnur og Ella kíktu í heimsókn. Kíktum síðan á barinn seinna um kvöldið. Dagurinn í gær var sólríkur og eftir stendur mikill sólbruni. Við fórum í skemmtilega gönguferð upp í sönghelli og systravatn. Útsýnið var frábært ofan af fjallinu og flestir ættu að drífa sig þangað. Við lögðum af stað um 8 leytið og vorum komin í bæinn um 12 þar sem við komum við í Paradísarhellir á leiðinni. Takk fyrir frábæra helgi
heido

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home