Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Húrra!!

Litla frænka mín, litla dúlli dúll, er farin að tala! Hún gerði sér lítið fyrir á afmælisdegi föður síns og ákvað að gleðja hann með því að spjalla við hann. Venjulega hefur hún aðeins sagt iss, iss og ha en fylgst með athygli með öllu sem að sagt hefur verið við hana. Í gærkvöldi talaði ég við hana í síma og það var frábært. Hún sagði bleyja, epli og pissa alveg rétt og það var rosalega gaman. Greinilegt að hún hefur ákveðið að hlaða inn upplýsingunum fyrst og koma þeim síðan alveg hárrétt frá sér. Ég er rosalega stolt af litlu snótinni.
heido

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home