Það er að koma frí
Í dag er síðasti dagurinn minn hér á árnastofnun. Ég get eiginlega ekki sagt að ég sé mjög glöð yfir því en ég er hinsvegar glöð yfir því að vera að fara í frí. Ég ætti ekki að vera búin strax að vinna hér en ég hef náð að vinna af mér nokkra daga þannig að ég hætti fyrr, en á launum! Núna er stefnan tekin vestur á morgun með systur minni og hennar family og síðan beint í sumarbústað með hinni systur minni og hennar family. Ég kíki kannski á hina systur mína og hennar family áður en ég fer í frí eða eftir það (er þetta orðið dálítið mikið af systrum?) Fyrir þá sem ekki vita þá á ég eina systur í bænum, eina í hólminum, eina í helgafellssveit, einn bróðir í bænum, einn í húnavatnssýslunni og 1/2 bróðir í hafnarfirðinum (kannski). Alls gera þetta 12 systkinabörn og nokkur eru enn bumbulíusar en koma í ljós á árinu og bætast þá við töluna. Úff, get ekki verið svona mikil frænka!! En hinsvegar læt ég mig líklega hverfa eitthvað héðan úr þessu tölvuvædda samfélagi um stundarsakir...en þangað til næst..hafið það gott!!!
heido
heido
3 Comments:
Til hamingju :D og njóttu þess að vera í fríi. Við verðum svo í sambandi þegar þú kemur aftur suður.
Góða ferð og hafðu það gott!
Góða ferð og vonandi verður fríið frábært:) ... en ef þú kemst í tölvu verðurðu að blogga smá;)
Hafðu það gott í fríinu :D
Skrifa ummæli
<< Home