Vitið þið það að ég var að komast að því (hafði ekki hugsað út í það áður) að ég á hvorki meira né minna en þrettán gæludýr...Jú, ég á hana golsu, hvítu kollu, gulu kollu, frúna, svört, gránu, hvíta buffala, svörtu buffala, sauð og gemsu. Þetta eru jú allt kindurnar mínar sem að ég þarf núna að finna samastað fyrir á hverju hausti allavega þangað til ég get orðið mér úti um lítil fjárhús og lítinn blett en í vetur verða þær hjá frænku minni líkt og þær voru í smá tíma í vor. Síðan á ég Carmen, sæta, freka 8 ára gamla læðu. Og....á síðustu dögum var ég að bæta í flotann minn tveimur kanínuungum!!! Annar unginn er svartur með hvítt nef og hefur fengið nafn þaðan sem hann kemur og heitir Snabbi, hinn er hvítur með svart nef, svartar fætur og svart skott og heitir ekki neitt, einhverjar uppástungur?????? En nóg um þetta í bili, er farin að vinna
heido