Snillingur með meiru :)

snillingar blogga og ég er einn þeirra, tími til kominn ..."Oft dregur bóndinn dilk á eftir sér"

fimmtudagur, mars 01, 2007

góðir hálsar, bæði heilir og hálfir!!!

jæja, var skömmuð afar mikið af Tryggva fyrir að vera ekki búin að blogga neitt og hafa bara enn gleðilegt árið, þannig að ég hunskast víst til að láta til mín taka í þessum málum. Annars er bara allt brjálað að gera, reyndar svo mikið að ég má varla vera að því að sitja hér og skrifa. Próf í næstu viku sem ég held að ég fari reyndar dálítið flatt á, fell á rassgatið með stæl ;-) Prófið er í tölfræði sem segir nú kannski heilmikið um efni þess og eftirvæntinguna sem fylgir því að lesa fyrir það. Annars hvet ég alla sem ekki eru virkir limir hvað varðar hreyfingu að skella sér með mér í body jam og koma og æfa með mér í hreyfingu, mín reynsla er að það er æðislegt og einnig vil ég fá sem flesta til að koma með okkur þjóðfræðistelpum/ og einum strák í þjóðdansafélagið á fimmtudagskvöldum og dansa þar þjóðlega dansa með okkur, við erum ógeðslega skemmtileg!!!
en er farin að lesa undir próf, hunskast heim eftir að vera búin að sitja hér á bókhlöðunni og hlusta á talglærur um tölfræði af tölfræðivef amalíu sem ég mæli með handa þeim sem skilja lítið eða ekki neitt
góðar stundir

laugardagur, janúar 06, 2007

Gleðilegt árið

Sælir góðir hálsar
Jæja nú er árið liðið og nýtt ár komið. Sé litið yfir farinn veg gerðist nú eiginlega afar lítið á liðnu ári, framan af ári snérist allt um að samræma vinnu og nám, kennslufræði, námsráðgjöf og vinna, allt saman hafðist þetta nú allt og lauk með stórri veislu okkar Hullu um vorið (eins gott fyrir þá að muna eftir því sem mættu!!!)
Tvær giftingar voru á árinu, annarsvegar Magga systir og Agnar og hinsvegar Guðlaugur systursonur og Valdís, ein skírn og nokkur afmæli!!! Eitt afmælið var stærra en önnur og endaði á annan hátt en hin, sælla minninga sem fólust meðal annars í því að eitt afmælisbarnið þurfti sáraumbúðir á handlegg eftir að detta úr bát og fótbrotnaði síðan seinna um kvöldið sem hafði þær afleiðingar að viðkomandi var óvinnufær um tíma
Silvía Nótt komst í eurovision, ótrúlega flott og hefði átt að vinna!!!
Sumarið var sólarlítið en mjög skemmtilegt, mæli með því að vinna á leikskóla á sumrin, ein sumarbústað var farin í sumar og var þá skundað á Austurland og megnið af því skoðað, Sigga vellti bílnum en slapp furðu vel og stofnsetti þrjár félagsmiðstöðvar í kjölfarið.
Rauður minn fór frá mér :-(
Ég var gerð að ömmusystir og má sjá krílið hér http://www.barnaland.is/barn/55645
Júlla flutti heim, Ranní og Brandur fluttu á Súðavík og svo aftur í bæinn, Pálína flutti milli gatna, Gústi í nýja íbúð en ég flutti ekki neitt en rollan mín rúntaði um sveitina.
Ranní útskrifaðist, ég líka og Hulla og Anna fór í skóla.
Inna eignaðist litla stúlku, voða sæt og heitir Eyja
Ég hélt áfram í námsráðgjafarnáminu og hver segir svo að lítið hafi gerst á árinu?

mánudagur, september 04, 2006

Frábær helgi að baki...má segja að hún hafi byrjað á fimmtudegi þar sem vinnan fór saman í bíó á myndina hættu að reykja (eða eitthvað svoleiðis), frekar óvanaleg mynd sem að ég verð að játa að mér hefði lítið þótt koma til nema að hún varð bara skemmtileg út af skemmtilegum félagsskap ;-)...gleðin hélt síðan áfram á föstudaginn en þá var partý í vinnunni og það var nú ekkert smá þrusupartý enda konan að vinna með alveg frábæru liði..Þið eruð öll æðisleg!!! og ég skil ekki hvernig svona skemmtilegt lið getur verið að vinna allt á sama vinnustaðnum..pæling!..á laugardaginn komu síðan anna, mamma og krakkarnir í bæinn og líka sigga, ómar og silvía frá breiðdalsvíkinni..þannig að við halldóra margrét fórum í húsdýragarðinn að deginum þannig að anna og mamma gátu vafrað um smáralind og hamstrað þar allar lystisemdir á meðan, þrælgaman í garðinum enda veðrið alveg frábært, um kvöldið fóru anna og co aftur vestur en við sigga og co skunduðum heim til hullu og co þar sem setið var yfir pitsu og fleiru frameftir kvöldi, á sunnudaginn náði ég merkum áfanga en það var að klífa esjuna, það tók dálítið í en var bara gaman, ég fór reyndar ekki alveg upp, lét duga að fara alveg upp að keðjunni sem er notuð til að hjálpa sér upp, fer alveg upp í næstu ferð enda skófatnaðurinn ekki upp á marga fiska eins og er...vill einhver rölta með mér þá?

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

miðvikudagur til mæðu?

Jæja þá er ég búin að fara á kynningarfund með náms-og starfsráðgjöfinni og verð nú eiginlega að játa að ég veit ekki hvort mig hlakkar til eða ekki að fara aftur að læra...búin að hafa það svo asskoti huggulegt að gera ekki neitt annað en að vinna í 3 mánuði og nota bene bara í einni vinnu en ekki að leysa af hér og þar á söfnum eða annarsstaðar...ég á eftir 22 einingar til að fá starfsréttindi sem námsráðgjafi en síðan eru 30 einingar í viðbót við það til að klára masterinn...annars er nú frekar lítið að frétta nema að núna er stefnan að hrista í sig kjark til að fara á námskeið í hreyfingu sem að heitir herinn og er nokkurn veginn það sama boot camp, og spurningin er mun ég deyja í tímanum eða ekki...gæti hugsanlega bara orðið veðmál meðal þeirra sem vilja ;)...

sunnudagur, ágúst 27, 2006

vil bara benda fólki á flottar brúðkaupsmyndir af svenna og mörtu sem eru á síðu gabríelu og daniels

sunnudagur, júlí 30, 2006

menn eru bara latir í dag...þyrftu helst að fara í göngutúr til að vakna almennilega til lífsins...gærkvöldið var mjög skemmtilegt og bara vel heppnað bryggjuball hjá þeim grundfirðingum þrátt fyrir að vera grundfirðingar ;-)..ég fór með guðrúnu og möggu og kom seint heim allavega miðað við útivistartíma guðrúnar sem rann út á miðnæti..við vorum þarna 5 starfsmenn á leikskólanum en ég hitti þó aldrei kristínu og ingjibjörgu jöru enda ekki skrýtið þar sem fjöldinn var mikill..gaman að hitta grétu og alla hina enda kemst maður alltaf af því að maður er alltof latur að hitta fólk.. sem er skammarlegt..kannski ágætt miðsumarheit að hitta fólkið oftar og gera eitthvað skemmtilegt..sófinn og sjónvarpið geta alltaf beðið betri tíma..hvað segið þið um það...fleiri bíoferðir, gönguferðir, kaffihúsaferðir, keiluferðir..hverjir eru game??..enginn??

laugardagur, júlí 29, 2006

sumarið er að verða búið!!!

Ákvað að blogga í snatri þar sem edda er farin að rífa hár sitt yfir bloggleysi mínu...ekki gott að missa hárið á unga aldri... þessi færsla verður þó gerð á hlaupum því að ég er að passa börn systur minnar og bjarni þormar sem er 7 mánaða er iðinn við að rústa herbergi 2 ára systur sinnar sem lætur slíkt nú ekki viðgangast. Annars er lítið að frétta..sumrinu er ég búin að eyða að mestu leyti í vinnunni og í hreyfingu og fyrir vestan um helgar.. það er alveg ólíkt að vinna á leikskóla á sumrin eða lokuð inni á skrifstofu fyrir framan tölvu.. ég verð að játa að ég kýs frekar leikskólann, gott að geta verið úti og ekki er það verra að það er frábært fólk sem ég er að vinna með..myndi ekki skipta þótt mér væri boðið það..reyndar var mér boðið framtíðarstarf hér fyrir vestan en ég get ekki þegið það eins og stendur þar sem ég ætla að klára námið og halda áfram að vinna á leikskólanum með...fórum út í viðey í gær með börnin á leikskólanum og það var nú bara frekar gaman..í dag ætla ég hinsvegar að skella mér í grundarfjörð þar sem þar er á góðri stund og kíkja síðan á bryggjuballið í kvöld, annars er það kannski helst að frétta að ranní og brandur eru að flytja burt af skaganum. þau eru að fara til súðavíkur þar sem ranní er að fara að kenna í grunnskólanum og brandur fer á sjóinn, þótt að þetta sé gaman fyrir þau þá ætla ég að vera svo frek að vona að þau verði samt ekki alltof lengi þarna og komi fljótlega aftur þar sem verður styttra að kíkja til þeirra. í vikunni fer ég í sumarbústað og hitti siggu, ómar og silvíu fyrir austan og næsta færsla verður væntanlega um það ferðalag en júlla mín elsku hjartans dúlla...til hamingju með afmælið